Undarleg frásögn

Það verður að segjast að þessi frásögn af leiknum er mjög einkennileg og hlutdræg að mér finnst. Brottreksturinn var umdeilanlegur í versta falli. Þeir sem lýstu leiknum á SKY voru samt á því að Halsey hafi átt litla aðra úrkosti en að draga upp rauða spjaldið, enda var Shelvey augnabliki áður búinn að tækla Giggs frekar harkalega og þeir bentu á að tæklingin hafi greinilega lítið haft með það að gera að ná boltanum. Vítið var rangur dómur án nokkurs vafa, en ég gat ekki merkt að Valencia hafi látið sig falla, heldur virtist hann missa boltann frá sér og detta við að teygja sig í hann. Ég spái að það sé stuðningsmaður Liverpool sem skrifaði þessa frétt og vona að stjórnendur mbl.is leggi sig eftir vandaðri vinnubrögðum í framtíðinni.

mbl.is Halsey í sviðsljósinu í sigri Man. Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sérstök frásögn í ljósi þess að Shelvey náði boltanum og fékk Evans í sig með báða fætur uppi og takkana fram. Einnig í ljósi þess að í fjölmörgum miðlum er þessi ákvörðun gagnrýnd. Þarna hefði Evans átt að fara með Shelvey af velli með rautt spjald líka. Skynsamlegast hefði verið að láta leikinn bara halda áfram eða spjalda báða með gulu.

Uploaded Picture

Þessi mynd segir allt sem þarf

Páll (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 01:46

2 identicon

Brottreksturinn var að mínu mati fáranlegur. Teir foru badir med takkana a moti hvor odrum og sagdi Gary Neville a skysports ad badir hefdu att ad fa gult spjald eda rautt. Tad er ekki einfalt ad spila einum færi a moti Man Utd í 45 min og ad fa svo vitaspyrnu gefins a 80 min einum fleiri!!!...Bladamadurinn segir einfaldlega ad Valencia virtist lata sig falla sem er harrett tvi tad var enginn snerting!!!

maggi (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband